<$BlogRSDURL$>
KISS - Keep it simple stupid
sunnudagur, mars 20, 2005
 
3 O opinbert
Vil þakka öllum sem komu í afmælisboðið okkar í gærkvöldi fyrir mikla skemmtun. Ég er búin að heyra fréttir af mönnum sem vissu ekki einu sinni hvernig þeir komust heim.
Players stóð sig vel, starfsfólkið þar sinnti okkur mjög vel.
Við fengum margar flottar gjafir, vinnufélagarnir gáfu mér svakalegan þrífót fyrir nýju myndavélina mína og fjarstýringu núna get ég tekið fullkomlega óhreyfðar myndir.
Annars snérust flestar gjafirnar um þrennt, myndatöku, mat og vín. Mér líst rosalega vel á þessa þrennu.
Fékk bók um myndatöku enda græðir maður ekkert á því að eiga græjurnar ef maður veit ekki hvernig á að nota þær.
Ég fékk allt sem ég þarf til að búa til frábæra máltíð frá A-Ö. Félagarnir gáfu mér þetta flotta gasgrill, gamla grillið á nákvæmlega 5 ára afmæli um þessar mundir, gaman að rifja upp samsetninguna á því í Vallarásnum. Svo fékk ég inneign á hráefni frá Gallerí kjöti frá systkinahópnum mínum ásamt svuntu og kokka hatt. Fékk einnig bók um grillmat og rauðvínsdóts sett, ásamt einhverjum 3 flöskum af rauðvíni. Svo fékk ég rosalega flottan gler kertadisk, á eftir að líta vel út á borðinu með þessu og svo skálar fyrir meðlæti í öllum stærðum. Spurning hvort maður eigi að nota leikhúsmiðana fyrir eða eftir máltíðina :-)
Úff man ekki meira, þarf að fara að elda kvöldmat. Hugsa að þetta verði síðasta máltíðin á gamla grillinu, ekki búinn að setja þetta nýja saman ennþá. Hamborgarar í kvöldmatinn.
mánudagur, febrúar 21, 2005
 
Vinna ekkert blogg
Ég er ekkert að blogga vegna þess ég hef ekkert til að blogga um. Ég er í vinnunni 14 tíma á dag og 8 tíma um helgar. Við erum í hrikalegu átaki hérna núna. Ég hef aldrei séð annað eins verkefni.
Annars er ég að velta fyrir mér hvort Players sé rétti staðurinn fyrir afmælið mitt. Gæti verið að þetta verði haldið heima. Ég er búinn að finna afmælisgjöfina mína, hún er hér Canon 350d
p.s. ég sakna fjölskyldunar minnar ægilega
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
 
Líkamsrækt
Skellti mér í ræktina í morgun. Tók klukkutíma og 5 mínútur, með þjálfaraleiðsögn. Þetta er bara fínasta stöð og tækin tóku vel á móti mér. Stefni á að hreyfa mig eitthvað á næstunni. Þarf að losna við svona 7 kíló fyrir Portúgal :-) Allaveganna þá sagði þyngdarmælingartæki að ég væri 88, við sjáum til með það.
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
 
Keila ++
Jæja, við lentum í 3. sæti í keilumótinu, NEI það voru ekki 3 lið. Þau voru 10. Við unnum meira segja lið sem mættu með eigin kúlur í gay töskum á hjólum.

Er annars endalaust í vinnunni...

Búið er að ákveða dagsetningu fyrir afmælið og panta stað :-)
föstudagur, febrúar 11, 2005
 
Keila
Jæja þá er vinnukeilumótið í kvöld. Upphitun hefst klukkan 17:00 inní bjórherbergi. Liðsbolirnir er í prentun. Verða vonandi tilbúnir fyrir kvöldið. Nafnið á liðinu er Pin Punishers, og við erum með mynd af hauskúpu á bakinu. Ætti að vekja athygli. Við erum búin að æfa nokkuð stíft undanfarið, er farinn að halda nokkuð stöðugu 120 skori. Sem er frekar lélegt :-( En við tökum þetta á teamworkinu :-) Það er annað lið í deildinni sem eru svona okkar erkióvinir. Læti ykkur vita hvernig þetta gekk.
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
 
Sumarfrí
Í tilefni mikillar vinnu undanfarið og einstaklega óeðlilegs heimilislífs þá bókuðum við ferð til Portúgal í sumar :-) Hérna er hótelið. Svo ætla ég líka að fara að heimsækja Siggu systur í London í vor nánar tiltekið eftir 15. apríl þegar hún verður flutt inn í íbúðina sína. :-)
föstudagur, febrúar 04, 2005
 
Titill
Jæja fór og náði í eitt magnaðast heimilistæki seinni tíma úr viðgerð í dag. Uppþvottavélin er semsagt komin á sinn stað :-) Ætli kallanir hafi ekki sagt svona fyrir 50 árum þegar konan var veik og þurfti að sækja hana til læknis hahaha Núna hlýt ég að fá góð komment.
Við stelpurnar áttum góðan dag í gær fórum í Smáralindina í Leikland þar og svo til m&p í map. Vinna á morgun eins og venjulega og svo kíkir maður kannski á GrandHótel að fagna árangri ársins.

Powered by Blogger   Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com